Opið er fyrir innritun í Leiðsöguskólann skólaárið 2024 - 2025

Innritun í Leiðsöguskólann stendur yfir.  Upplýsingar um skólagjöld Leiðsöguskólans er að finna hér.

Sækja um leiðsögunám

Leiðsöguskólinn

Leiðsöguskólinn hefur starfað frá árinu 1976 og hafa á þessum árum rúmlega 1.500 leiðsögumenn útskrifast frá skólanum. Námið er bæði víðfeðmt og fjölbreytt og mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar þannig að nemendur séu sem best undirbúnir undir að leiðsegja erlendum ferðamönnum um Ísland að námi loknu.

Fjallað er m.a. um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag sem og bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál, öryggismál og leiðsögutækni. Fyrirlesarar, kennarar og leiðbeinendur eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.

Nánari upplýsingar um námið gefur fagstjóri Leiðsöguskólans í síma 594 4025. Einnig er hægt að senda póst á netfangið lsk@mk.is