Vegna mikillar snjókomu í dag má búast við því að þungfært verði á vegum í fyrramálið, miðvikudaginn 29. október. Til þess að dreifa álagi á vegakerfið mun kennsla í bóknámi, sérnámsbraut og grunndeild matvæla- og ferðagreina hefjast klukkan 10:15. Kennsla í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og kjötiðn er samkvæmt stundatöflu nema önnur fyrirmæli komi frá kennurum. Vinsamlegast fylgist einnig með tilkynningum í INNU en þar birta einstaka kennarar forföll.