Kvennaverkfall 24. október 2025

Föstudaginn 24. október hafa launþega-, kvenna- og mannréttindasamtök um allt land boðað til verkfalls meðal kvenna og kvára til að mótmæla kynbundnu misrétti. Ljóst er að töluverð röskun verður á starfsemi skólans þennan dag. Gera má ráð fyrir að fjöldi kennara leggi niður störf þennan dag. Karlkennarar kenna samkvæmt stundatöflu eða sinna sínum störfum eins og kostur er. Afar mikilvægt er að nemendur fylgist vel með á INNU hvaða kennslustundir eru felldar niður.
 
Menntaskólinn í Kópavogi styður að sjálfsögðu starfsfólk jafnt sem nemendur, konur og kvár, sem vilja taka þátt í þessum baráttudegi. Sérstaklega bendum við á samstöðufundinn klukkan 15.00 á Arnarhóli. Þátttaka kvenna og kvára í deginum mun ekki koma niður á skólasókn. Hér má finna nánari upplýsingar um kvennaverkfallið.
 
Athugið að mötuneyti skólans verður lokað og engin þrif verða í skólanum þennan dag. Einnig verður bókasafnið, sérnámsbrautin og skrifstofa skólans lokuð.