Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn í MK

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti MK  ásamt föruneyti og fékk kynningu á skólanum. Starfsfólk skólans átti í framhaldi fund með ráðherra til að hlusta á þær breytingar sem hann og ráðuneytið hefur í huga fyrir framhaldsskólastigið á komandi árum.

Þá var starfsfólki og kennurum gefinn kostur á að spyrja spurninga varðandi þessar fyrirhuguðu breytingar.

Við þökkum ráðherra og hans fólki kærlega fyrir komuna