Tvíþætt nám

Tvöfaldur ávinningur - Dual career nám fyrir íþróttafólk

Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi horfir til kenninga og leiðbeininga í “dual career” fræðum við uppbyggingu sviðsins. Segja má að íþróttafólk fái tvöfaldan ávinning af því að stunda nám sem tekur tillit til íþróttaiðkunnar þeirra. Það getur stefnt hátt í íþróttinni og um leið og það stundar nám sem gefur því aukin tækifæri og gerir það að heilsteyptari manneskjum.

Við gerum okkur grein fyrir því að ferill hvers íþróttamanns eða konu er einstakur og að það er okkar að gefa öllum þeim sem sýna metnað tækifæri á að þroskast og þróast. Á sviðinu eru nemendur sem eru nú þegar afreksfólk í sínu fagi og aðrir sem eiga enn eftir að ná markmiðum sínum. Það sem mestu máli skiptir er að tileinka sér siði og venjur sem einkennir afreksíþróttafólk.

Eitt helsta markmið afrekssviðsins er að gera nemendur sviðsins bæra um að afla sér upplýsinga um og taka ábyrgð á þáttum sem gera þau að öflugra íþróttafólki. Við vinnum mikið með 5C hugmyndafræði Chris Harwood sem snýr að skuldbindingu, samskiptum, einbeitingu, sjálfsstjórn og sjálfstrausti.

Afrekssviðið er aðili að European Dual Career Network og hefur leiðbeiningar Evrópusambandsins um dual career nám að leiðarljósi við uppbyggingu sviðsins.

Síðast uppfært 05. júní 2023