Nemendaþjónusta í MK

Við Menntaskólann í Kópavogi er rekið öflugt þjónustunet fyrir nemendur. Við skólann starfa tveir náms- og starfsráðgjafar. Hlutverk þeirra er að aðstoða nemendur með allt sem getur haft áhrif á nám þeirra og námsárangur eins og náms- og starfsval og persónuleg mál. Sálfræðingur skólans og skólahjúkrunarfræðingur sinna nemendum þeim að kostnaðarlausu.

Allir nemendur undir 18 ára aldri fá umsjónarkennara. Umsjónarkennari er nemendum innan handar um allt er lýtur að náminu. Skólinn leggur áherslu á öfluga kerfisstjórn og að bjóða á hverjum tíma fljótvirka og örugga tækniþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur. Bókasafnið styður við bakið á öllum kennslugreinum. Þar er aðgangur að sérfræðingum sem m.a. kenna nemendum upplýsingaleit. Á skrifstofu skólans geta nemendur nálgast skólavottorð, afrit af skírteinum og almennar upplýsingar um skólann.