BARA1AA05 - Vínstúka og veislur

Í áfanganum er farið yfir vinnu á bar/vínstúku, notkun glasa, sérhæfðra tækja, áhalda og íblöndunarefna. Samanburður á mismunandi gerðum kokteila, verklagi við blöndun þeirra og mismunandi blöndunaraðferðum. Farið er yfir vinnu í veitingasal og undirbúning viðburða. Uppsetning á veitingasölum, aðferðir við að leggja á borð og mismunandi munnþurrkubrot.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • verkferlum og áhöldum á bar / vínstúku.
  • skipulagningu og uppsetningu á bar.
  • varðveislu birgða.
  • hráefnisþörf og fullnýtingu þess.
  • mismunandi aðferðum við að leggja á borð og notkun áhalda.
  • mismunandi munnþurkubrotum.
  • hreinlæti á vinnusvæðum.
  • persónulegu hreinlæti.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja upp og skipuleggja bar sem vinnusvæði.
  • nota íblöndunarefni.
  • beita réttu verklagi.
  • nota mælieiningar og hugtök.
  • beita áhöldum og tækjum til blöndunar.
  • leggja á borð samkvæmt mismunandi matseðlum.
  • brjóta munnþurrkur á mismunandi hátt.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skipuleggja bar út frá faglegri uppröðun miðað við vinnu- og hreinlætisferla.
  • aðstoða við framreiðslu á bar/vínstúku.
  • nota mismunand blöndunaraðferðir við gerð kokteila.
  • stilla upp veitingasal.
  • leggja á borð fyrir mismunandi matseðla.
  • ganga frá vinnusvæðum með ábyrgum hætti.
  • gæta að eigin hreinlæti.

Undanfari: Enginn

Námsmat: Sjá kennsluáætlun