Framhaldsskólabrú - Nemendur fæddir 2005 og síðar

Framhaldsskólabrú FBRÚ 

Á framhaldsskólabrú er í boði bæði bóklegt og verklegt nám. . Fyrst og fremst er lögð áhersla á góða almenna menntun og að treysta grunn nemenda í kjarnagreinunum dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði auk þess sem nemendur geta valið tíma í verklegum greinum við skólann. Unnið er út frá styrkleikum nemenda og markvisst unnið að því að efla sjálfstraust þeirra þannig að þeir öðlist jákvæða skólareynslu.

Markmiðið er að búa nemendur undir frekara nám í bók- eða verknámi og/eða störf í atvinnulífinu. Á brúnni er öflugt umsjónarkerfi, mikið samráð við forráðamenn og nemendur fá aðhald og stuðning í námi.

Inntökuskilyrði

Nemandi með einkunn C eða D í kjarnagreinunum innritast á framhaldsskólabrú. Nemendur úr nærumhverfi skólans hafa forgang um skólavist.

Námstími

Nemendur ljúka námi á framhaldsskólabraut á einu og hálfu ári. Nemendur eru í fámennum bekkjum og allir fylgja sama námsefni. Standi nemandi sig betur í einstaka greinum en kennsluáætlun segir til um fær hann að halda áfram með námsefni næsta áfanga eins og t.d. DANS1AA/ ENSK1AA/ÍSLE1AA/STÆR1AA. Nemandi sem klárar námsefni 1AA á haustönn fer í 2BA í viðkomandi námsgrein á vorönn. Lágmarkseinkunn til að ná áfanga er 5 eða staðið.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat og sjálfsmat. Nemendur taka ekki stór skrifleg lokapróf heldur eru þeir metnir jafnóðum með fjölbreyttum verkefnum. Miðannarmat er birt í INNU um miðbik annar til frekari upplýsinga. Tilgangur matsins er að gefa kennurum tækifæri til að hrósa þeim nemendum sem standa sig vel og aðstoða enn frekar þá nemendur sem standa sig síður.

Námið á brúnni skiptist í eftirfarandi fög

1. önn

DANA1FB00, ENSA1FB00, ÍSLA1FB00, STÆA1FB00,  LÝÐH2BA05,  ÍÞRÓ1AA01,  VERA1AA01,  UPPL1FB05

Samtals 12 einingar

2. önn

DANB1FB00, ENSB1FB00, ÍSLB1FB00, STÆB1FB00UMHV2BA05,  ÍÞRÓ1AA01, VERA1AB01
Val:  SAMF1FB05 eða ÞJSK1FB03 og BAKA1FB03

samtals 12-13 einingar

3. önn

Danska (1. eða 2. þrep)*,  Enska (1. eða 2. þrep)*,  Íslenska (1. eða 2. þrep)*,  Stærðfræði (1. eða 2. þrep)*, KYNJ2BA05,  ÍÞRÓ1AA01, VERA1AC01, SÁLF1FB03   
Val: FJÁR1FB05 eða  MATR1FB03 og ÞTBF1FB03

samtals 15 – 36 einingar

Nemandi sem nær bæði fyrstu og annarri önn í kjarnagreinunum fjórum fer í annað nám.

*Nemandi sem fellur í einni eða fleiri kjarnagreinum fer á þriðju önn á framhaldsskólabrú en fer á annað þrep í þeim áföngum sem hann hefur náð. Falli nemandi á fyrstu eða annarri önn í kjarnagrein tekur hann 1AA í viðkomandi grein á þriðju önn.

Nemandi sem hefur staðið sig varðandi ástundun (að lágmarki 90%) og námsárangur á framhaldsskólabrú getur sótt um áframhaldandi skólavist í eina önn. Eftir fjórðu önnina er frammistaða metin með tilliti til áframhaldandi skólavistar.

Athugið að danska, enska, íslenska, stærðfræði á fyrsta þrepi teljast ekki með til stúdentsprófs.

Lokamarkmið framhaldsskólabrúar:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ....

  • efla sjálfsmynd sína og styrkleika
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu
  • finna tilgang og hagnýti með námi
  • temja sér umburðalyndi, kurteisi og skipulögð vinnubrögð
  • nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt
  • geti tekið upplýsta ákvörðun varðandi heilsu sína
  • geti tekið ábyrgð á eigin athöfnum og tekið röksudda afstöðu til umhverfismála
  • taka ábyrga ákvörðun um áframhaldandi náms- og/eða starfsval

 

 

Síðast uppfært 14. október 2022