BÓKF2BA05 - Bókfærsla II

Í áfanganum er unnið með dagbók og reikningsjöfnuð og nemendur læra að leysa flóknari athugasemdir til færslu í millifærslur. Reikningum fjölgar , vörubirgðir eru reiknaðar frá meðalálagningu, unnið er með verðtryggingu, afföll og viðskipti við útlönd með tollafgreiðslu eru kynnt til sögunnar. Farið er yfir óbeinar afskriftir og afföll skuldabréfa. Uppgjör á rekstri og efnahag.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Að flokka athugasemdir við niðurstöðu dagbókar (prófjöfnuð).
  • Greina reikninga í efnahags og rekstrarreikninga.
  • Setja fram rekstrarreikning og efnahagsreikning.
  • Skilja samhengi meðalálagningar og birgðastöðu.
  • Þekkja eðli virðisaukaskattskerfis.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Færa flóknar færslur í dagbók.
  • Beita hugtökum um meðalálagning, afföll, verðtryggingu og óbeinar afskriftir.
  • Gera grein fyrir erlendum viðskiptum og yfirfæra erlendar eignir og skuldir í íslenska mynt.
  • Færa launa- og arðgreiðslur í dagbók og reikningsjöfnuð.
  • Stilla upp rekstrar- og efnahagsreikning.
  • Geta gert upp virðisaukaskatt.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skipuleggja reikninga í dagbók.
  • Gera upp einfalt bókhald.
  • Leggja mat á rekstur, efnahag og eigið fé.
  • Gera leiðréttingar á bókhaldi byggðar á flóknum athugasemdum.

Undanfari: BÓKF1AA05