DANS3CA05 - Danska fyrir sjálfstæðan notanda - d

Lögð er áhersla á að nemendur verði vel færir í mismunandi aðferðum til að lesa og skilja flóknari ritmáls-og talmálstexta en áður og geti greint og túlkað dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá ríkuleg tækifæri til að þjálfa sig í beitingu málsins í ræðu og riti. Nemendur verða færir um að vinna að viðamiklum verkefnum þar sem lögð er sívaxandi ábyrgð á herðar þeirra. Þeir þurfa að sýna frumkvæði og að þeir geti samtímis sinnt hugðarefnum sínum og þjálfast í öguðum vinnubrögðum. Áfanganum er skipt í þjá hluta þar sem nemendur bera sjálfir ábyrgð á vali, efnisöflun, birtingarformi og námsmati.Hér er ferlið ekki síður mikilvægur þáttur en það sem að út úr vinnunni kemurog þess vegna þurfa nemendur að halda ítarlega dagbók meðan á vinnunni stendur ásamt því að safna í sýnismöppu úrvali verkefna sem endurspegla færni þeirra í öllum þáttum tungumálsins. Þessari möppu er skilað í lok annar ásamt greinargerð nemandans um nám sitt í faginu og vangaveltur um framfarir.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hvernig hann greinir ólík viðhorf og gildi og hvernig þau móta danska menningu og geta tengt þau eigin samfélagi og menningu.
  • Hvernig hann tileinkar sér orðaforða sem er nauðsynlegur til að mæta hæfniviðmiðum áfangans þ.m.t orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða.
  • Hvernig hann notar tungumálið til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Taka þátt í samræðum á viðeigandi hátt og geta beitt málfari við hæfi, af öryggi og án mikillar umhugsunar.
  • Taka þátt í umræðum um kunnugleg málefni og geta gert grein fyrir skoðunum sínum og haldið þeim á lofti.
  • Skrifa margs konar texta ( s.s ritgerðir og skýrslur, bréf ) formlegan og óformlegan og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.
  • Skilja fólk með dönsku að móðurmáli án teljandi erfiðleika.
  • Beita öllum helstu lestraraðferðum af kunnáttu.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Taka þátt í samræðum á viðeigandi hátt og geta beitt málfari við hæfi, af öryggi og án mikillar umhugsunar.
  • Taka þátt í umræðum um kunnugleg málefni og geta gert grein fyrir skoðunum sínum og haldið þeim á lofti.
  • Skrifa margs konar texta ( s.s ritgerðir og skýrslur, bréf ) formlegan og óformlegan og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.
  • Skilja fólk með dönsku að móðurmáli án teljandi erfiðleika.
  • Beita öllum helstu lestraraðferðum af kunnáttu.

Undanfari: DANS2BB05