ENSK3CB05 - Enska fyrir færan notanda, c1

Sérstök áhersla er lögð á ritun og mismunandi stílbrigði ritmáls. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist aukinn orðaforða með lestri blaðagreina um málefni líðandi stundar svo og texta af vísindalegu tagi. Lesin eru lengri og meira krefjandi bókmenntaverk en áður. Hæfni nemenda til þess að tjá sig með flóknari orðaforða þjálfuð. 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning:

  • Til að auka hæfni sína í ritun flóknari texta og notkun fjölbreyttari orðaforða (miðað við Academic Word List og Word Frequency Lists).
  • Flóknum raun- og bókmenntatextum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilja texta af vísindalegu tagi.
  • Lesa flókna rauntexta og bókmenntaverk.
  • Skipuleggja texta með inngangi, meginmáli og lokaorðum.
  • Tjá sig af öryggi og færa rök fyrir máli sínukipulegan, rökrænan og samfelldan hátt í rituðu og töluðu máli.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Lesa langa og flókna texta og bókmenntaverk og greina stílbrigði.
  • Geta tjáð sig á skipulegan, rökrænan og samfelldan hátt í rituðu og töluðu máli.

Undanfari: ENSK3CA05