FERÐ2BA05 - Ferðalandafræði Íslands

Í áfanganum er lögð áhersla á helstu þætti sem einkenna ferðaþjónustu sem atvinnugrein hér á landi. Fjallað er almennt um aðdráttarafl og áfangastaði í ferðaþjónustu, ferðamanninn og þarfir hans og þá með áherslu á erlenda ferðamenn á Íslandi. Einnig er fjallað um stjórnskipulag í ferðaþjónustu , fjölbreytileika starfa og hlutverk menningar fyrir atvinnugreinina. Sérstaklega er svo farið yfir áhrif ferðamennsku á umhverfi, á samfélög og á hagkerfi áfangastaða. Markmið áfangans er að opna augu nemandans fyrir því umhverfi sem starfsfólk í ferðaþjónustu starfar við og kynna helstu viðfangsefni þeirra auk þess að fjalla með fjölbreyttum hætti um framboð á ferðaþjónustu og ferðamannastöðum á Íslandi.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu hugtökum ferðaþjónustunnar.
  • Eðli aðdráttarafla og áfangastaða í ferðaþjónustu.
  • Ferðamanninum, þörfum hans og væntingum og hvernig má mæta þeim.
  • Fjölbreyttum atvinnumöguleikum innan greinarinnar.
  • Íslandi sem áfangastað í ferðaþjónustu.Starfsemi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein og á stjórnsýslu greinarinnar.
  • Áhrifum ferðaþjónustu á íslenskt samfélag og á náttúru landsins. 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita algengustu hugtökum í ferðaþjónustu.
  • Tjá sig um ýmis málefni tengd atvinnugreininni.
  • Mynda sér skoðanir á málefnum ferðaþjónustunnar á gagnrýnan hátt.
  • Nota handbækur, bæklinga, heimasíður og aðra miðla sem í boði eru til að afla upplýsinga um ferðaþjónustu á Íslandi.
  • Lesa úr landakortum, rafrænum kortum og nota ferða- og bókunarsíður fyrir ferðaþjónustu.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Eiga skýr og skilmerkileg samskipti byggða á skilningi við aðila innan ferðaþjónustunnar.
  • Skipuleggja stutt ferðalög um Ísland með hjálp korta og ferðasíða.
  • Hagnýta sér fræðitexta og meta gæði heimilda og upplýsinga er varða atvinnugreinina.
  • Stunda áframhaldandi nám í ferðafræðum þar sem áfanginn veitir grunnþekkingu á eðli atvinnugreinarinnar.

Undanfari: Enginn