ÍSAM4ÍS02 - Íslenskt samfélag
Í áfanganum er skoðuð byggðaþróun í landinu og nemendum kynnt grundvallarhugtök mannfjöldaþróunar frá sjálfsþurft til nútímans. Farið er í stjórnskipun landsins og helstu grunnhugtök eins og þrískiptingu ríkisvaldsins, lýðræði, lýðveldi, stjórnmálaflokka og mannréttindi. Fjallað er um menntun og menningarmál Íslendinga, þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Lögð er áhersla á að nemendur þekki lífsafkomu á Íslandi, sérstaklega hvað varðar heilbrigðismál, félagsmál, tryggingar, skatta og húsnæðismál. Þessir þættir eru einnig settir í alþjóðlegt samhengi. Einnig er fjallað um hátíðarhöld á Íslandi og matarmenningu. Stuðst er við handbækur og efni af veraldarvefnum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Helstu tölulegum upplýsingum um þjóðfélagið, tengsl einstakra þátta og samanburð við önnur lönd.
- Fólksfjölgun og byggðaþróun, sjálfbærni byggðaþróunar.
- Meðallífslíkum Íslendinga og lífsafkomu.
- Hátíðarhöldum og matarmenningu þjóðarinnar.
- Skattamálum, tryggingum, húsnæðismálum, menntamálum, menningarmálum, trúmálum og heilbrigðismálum.
- Stjórnmálaflokka á Íslandi.
- Stjórnun landsins – Alþingi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Túlka helstu tölulegur staðreyndir um íslenskt samfélag og setja í alþjóðlegt samhengi.
- Gera grein fyrir stjórnkerfi og uppbyggingu helstu stofnana samfélagsins.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Útskýra á einfaldan hátt uppbygginu samfélagsins og helstu einkenni þess.
- Setja staðreyndir og tölur um íslensk samfélag í samhengi hérlendis sem og erlendis og geta sagt frá því helsta á auðskiljanlegan hátt.
Undanfari: Enginn.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.