ÍSSÖ4AL02 - Íslendingasögur
Fjallað er um fjórar íslendingasögur sem nemendur lesa fyrir tíma.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Fjórum Íslendingasögum, efni þeirra og innihaldi; sögusviði og helstu persónum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Segja frá fjórum Íslendingasögum á lifandi og skemmtilegan hátt þannig að farþegar hafi bæði gagn og gaman af.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Segja frá og setja í samhengi efni þessara fjögurra Íslandssagna. Geta túlkað sögurnar á einfaldan hátt og tengt við sögusvið þeirra.
Undanfari: Nemandi þarf að hafa lokið a.m.k. 10 einingum í kjarna leiðsögunáms.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.