JARÐ2BA05 - Almenn jarðfræði

Í áfanganum er áhersla lögð á að kynna virkni innrænna og útrænna afla og samspil þeirra við menn og umhverfi. Leitast er við að vekja áhuga og skilning á þeim ferlum sem móta landið og skapa þær náttúrlegu aðstæður sem menn búa við. Stuðlað er að aukinni meðvitund um áhrif mannsins á náttúruna. Helstu efnisatriði eru:

  • Lofthjúpurinn, veður, veðurfarsbreytingar og áhrif manna.
  • Jarðefnaeldsneyti og umhverfisáhrif.
  • Hafið og hafstraumar.
  • Innræn öfl, innri gerð jarðar, landrek og möttulstrókar, náttúruvá.
  • Þjóðgarðar landsins, eldfjallalandslag og verndun þess.
  • Eldvirkni Íslands og mismunandi gerðir eldstöðva.
  • Jarðvarmi, uppruni, nýting og umhverfisáhrif.
  • Bergtegundir jarðskorpunnar og hringrás bergs.
  • Útræn öfl, grunnvatn, ár, vötn og jöklar.
  • Vatnsaflsvirkjanir, forsendur og umhverfisáhrif.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Tilteknum hugtökum og kenningum jarðfræðinnar.
  • Sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu samhengi.
  • Mismunandi eðli helstu eldstöðva landsins.
  • Mismunandi landsvæðum á grundvelli staðfræði Íslands.
  • Nýtingu helstu orkuauðlinda landins að teknu tilliti til umhverfisáhrifa.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna með almenna umfjöllun um jarðfræðileg fyrirbæri til dæmis í fjölmiðlum.
  • Nota kort og við túlkun jarðfræðilegra gagna.
  • Lesa veðurupplýsingar af veðurkortum.
  • Teikna einfalt þversnið af innri gerð jarðar og flekamörkum.
  • Staðsetja flekamörk, gosbelti og möttulstrók landsins.
  • Útskýra hringrás bergs.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Yfirfæra bóklega þekkingu yfir á það sem sjá má í náttúrunni til dæmis í vettvangsferðum.
  • Þekkja og greina í sundur algengustu bergtegundir á Íslandi.
  • Lesa úr gögnum er varða nýtingu orkuauðlinda og umhverfisáhrif þeirra.

Undanfari: Enginn