LEIL4AL02 - Leiðsögutækni II
Fjallað um upplýsingaþörf farþega og mikilvægi þess að veita viðeigandi upplýsingar á réttum tíma. Tryggja að upplýsingagjöf skili sér til allra. Sérstök áhersla er lögð á ábyrgð og neytendavernd og það sem einkennir hlutverk leiðsögumanns sem þjónustuaðila og öryggisvarðar. Farið er í eðli samskipta við samstarfsaðila, s.s. ferðaskipuleggjendur (þ.m.t. skemmtiferðaskip og hvataferðir), bílstjóra, landverði, starfsmenn gististaða o.fl. Fjallað er um grundvallaratriði kortalesturs, útbúnað fyrir styttri gönguferðir (fatnaður, skyndihjálparbúnaður og næring) og uppbrot í ferðum s.s. með leikjum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns.
- Helstu atriðum neytendaverndar.
- Mikilvægi góðra samkipta.
- Mikilvægi þess að hafa réttan og viðeigandi búnað í ferðum.
- Mismunandi eðli hópa og að miða leiðsögn við það.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Lesa landakort og þekkja helstu tákn.
- Koma upplýsingum til ferðamanna á réttum stað og stund.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Tryggja að allir ferðamenn fái nauðsynlegar upplýsingar á réttum tíma.
- Velja viðeigandi frásagnarefni fyrir stað og stund og hæfilega frásagnarlengd.
- Eiga jákvæð og örugg samskipti við bæði farþega og samstarfsaðila s.s. bílstjóra, landverði, gististaði og aðra viðkomustaði.
Undanfari: Nemandi þarf að hafa lokið kjarna í leiðsögunám.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.