Í áfanganum er fjallað um þróun lífvera. Kenningar um uppruna lífs eru kynntar og áhrif veira á lífverur og þróun. Flokkun lífvera og flokkunarkerfi eru gerð skil. Einkenni dreifkjörnunga, frumvera, sveppa, plantna og dýra eru kynnt. Sérstaklega er farið í algengustu fylkingar dýra og plantna. Fjallað er um tengsl lífvera við umhverfi sitt og aðrar lífverur. Gerð er grein fyrir hvernig maðurinn er háður öðrum lífverum og hver áhrif manna eru á vistkerfi.
Helstu efnisatriði eru: þróunarkenning Darwins, aðlögun, náttúrulegt val, röksemdir þróunar, uppruni lífs, tegund, tegundamyndun, útdauði, uppruni manna, flokkun lífvera, tvínafnakerfið, dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur, dýr, lífshættir baktería, fornbakteríur, raunbakteríur, frumþörungar, frumdýr, lífshættir sveppa, fléttur, einfrumungar, fjölfrumungar, svampar, holdýr, flatormar, þráðormar, liðormar, hjóldýr, lindýr, liðdýr, skrápdýr, seildýr, hryggdýr, vankjálkar, brjóskfiskar, beinfiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar, spendýr, fjölfrumuþörungar, mosar, byrkningar, berfrævingar, dulfrævingar, æxlun og lífshættir blómplantna, veirur, vistkerfi, fæðutengsl, frumframleiðendur, neytendur, sundrendur, rotverur, orkuflæði, hringrásir næringarefna, vistfræðilegir pýramídar, stofnar, samhjálp, sníkjulíf, gistilíf, afrán, samkeppni, framvinda, búsvæði, lífbelti, fólksfjölgun, sjálbær þróun, lífbreytileiki, jarðvegur, nytjategundir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Almennum og sértækum efnisatriðum og hugtökum áfangans.
- Hugmyndum um uppruna lífs, þróun og náttúrulegt val.
- Flokkunarkerfum lífvera og hvað einkennir lífverur í hverju ríki.
- Hvernig lífverur eru háðar hver annarri og umhverfi sínu.
- Hvernig maðurinn nýtir sér vistkerfi og hefur áhrif á umhverfi sitt.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Nota greiningarlykla, handbækur, víðsjá og smásjá til að greina og flokka lífverur.
- Geta miðlað þekkingu sinni á lífverum jarðar skriflega, með teikningum og skýringarmyndum og með þátttöku í umræðum.
- Geta rætt um helstu röksemdir fyrr þróun lífvera og útskýrt náttúrulegt val.
- Greina líkleg áhrif þess ef ákveðnum tegundum fækkar / fjölgar eða bætast við / hverfa úr vistkerfi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Geta tengt umfjöllun fjölmiðla um lífverur, þróun og vistkerfi við þekkingu sína á efni áfangans.
- Ræða um og gera sér grein fyrir mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir framtíð mannkyns.
- Gera grein fyrir siðferðilegri ábyrgð sem fylgir því að nýta vistkerfi og tekið rökstudda afstöðu til umdeildra mála sem varða nýtingu vistkerfa.
Undanfari: Enginn