LÍFF3CB05 - Lífeðlisfræði

Í áfanganum eru teknir fyrir þættir er varða uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans. Fjallað er um blóðrásarkerfið, vessa- og ónæmiskerfið, innkirtlakerfið, meltingarkerfið, öndunarkerfið og þveitiskerfið. Einnig er fjallað um hvernig starfsemi líffærakerfanna tengist innbyrðis og viðheldur innri stöðugleika líkamans. Heilbrigð starfsemi líkamans er rædd, en einnig algengustu frávik. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist líffærum dýra af eigin raun með krufningum, skoðun líffæra/líkana og vefjasýna.
Helstu efnisatriði áfangans eru: blóð, blóðflokkar, hringrásarkerfi, æðar, hjarta, hjartsláttur, blóðþrýstingur, eitlar, vessi, húð, varnarkerfi, ónæmi, innkirtlar, hormón, hormónastjórnun, meltingarfæri, melting, meltingarensím, lifur, gallblaðra, lungu, loftskipti öndunar, nýru.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Almennrum og sértækum efnisatriðum og hugtökum áfangans.
  • Heildaruppbyggingu mannslíkamans.
  • Uppbyggingu og starfsemi þeirra líffærakerfa sem um ræðir.
  • Samstarfi líffærakerfa til viðhalds innra jafnvægis líkamans.
  • Heilbrigðri starfsemi mannslíkamans.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Miðla þekkingu sinni á líffærakerfum mannsins skriflega, með teikningum, skýringarmyndum og með þátttöku í umræðum og kynningum.
  • Kryfja spendýr meðvitaður um staðsetningu allra líffæra.
  • Meðhöndla krufningaráhöld og mælitæki.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Tengja umfjöllun um sjúkdóma við ákveðin líffærakerfi og líkamsstarfsemina.
  • Sjá orsakasamhengi sjúkdómsvalda og sjúkdómseinkenna.
  • Sjá orsakasamhengi óheilbrigðs lífsstíls á líkamann.

Undanfari: LÍFF2BA05