REKS3CA05 - Rekstrarhagfræði II

Leitast er við að auka skilning nemenda á viðfangsefnum í rekstri fyrirtækja, framlegð þeirra, markaðsstöðu, fákeppni og samkeppni, ábata neytanda og framleiðanda, afrakstur og hagkvæmni. Fjallað er um framleiðslu- og kostnaðarföll, framlegðarútreikninga og útreikninga á hagkvæmustu framleiðslusamsetningu, framboð, eftirspurn, nytjaföll, teygni og verðmyndun við mismunandi markaðsform. Stór hluti áfangans felst í stærðfræðilegri greiningu á rekstrarfræðilegum úrlausnarefnum sem snúa m.a. að kostnaði, tekjumyndun og jafnvægi í rekstri fyrirtækja og deildun við hámörkun hagnaðar. Áhersla er lögð á stærðfræðilega nálgun, notkun línurita og upplýsingatækni.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Teygnihugtakinu.
  • Framleiðsluhugtakinu.
  • Kostnaðarhugtakinu.
  • Jaðarhugtakinu.
  • Verðmyndun við mismunandi markaðsform.
  • Stærðfræðilegri og myndrænni útfærslu og ofangreindum hugtökum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Reikna teygni.
  • hagkvæmustu framleiðslusamsetningu tveggja vara.
  • Reikna kostnaðarþætti s.s. heildarkostnað, meðalkostnað og jaðarkostnað.
  • Útskýra útreikninga með hagfræðilíkönum.
  • Útskýra mismunandi markaðsform og gera líkan.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Þekkja helstu aðferðir við útreikninga í rekstri fyrirtækja og stofnana.
  • Spyrja spurninga sem eru til þess fallnar að bæta afkomu í rekstri.
  • Taka þátt í umræðu um rekstur fyrirtækja og stofnana.

Undanfari: REKS2BA05