SAGA2BB05 - Iðnbylting og styrjaldir

Saga mannkyns frá 1800 til loka 20. aldar. Meðal annars verður farið yfir iðnbyltinguna. jafnréttisbaráttu, nýlendustefnuna sem og aðdraganda og afleiðingar heimsstyrjaldanna. Einnig verður fjallað um kalda stríðið og endalok þess. Fjallað er um sjálfstæðisbaráttu og samfélagsþróun á Íslandi á ofangreindu tímabili. Viðfangsefni verða valin í samráði við nemendur.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu atburðum tímabilsins.
  • Áreiðanleika ólíkra heimilda.
  • Mismunandi aðferðum við þekkingaröflun og -miðlun.
  • Helstu undirgreinum sögunnar t.d. félagssögu, kvennasögu, listasögu, hagsögu o.s.frv.
  • Lykilhugtökum sem tengjast sögu tímabilsins.
  • Þróun jafnréttis, mannréttinda og lýðræðis á tímabilinu.
  • Áhrif mannsins á umhverfið á tímabilinu.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lýsa helstu atburðum og breytingum á tímabilinu.
  • Beita sagnfræðilegum vinnubrögðum í verkefnum.
  • Leita sér upplýsinga og þjálfast í meðferð þeirra.
  • Greina orsakir mikilvægra atburða í mannkynssögunni og afleiðingar þeirra.
  • Beita fjölbreyttum aðferðum til að miðla þekkingu sinni á sögulegu viðfangsefni hverju sinni.
  • Flokka heimildir eftir eðli og áreiðanleika.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Greina orsök og afleiðingu í sögulegri framvindu og sögulegan uppruna mismunandi samfélagsgerða í samtímanum.
  • Vinna sjálfstætt að sögulegum rannsóknum og miðla niðurstöðum með ólíkum hætti.
  • Draga eigin ályktanir af atburðum sögunnar og geta borið ólík tímabil saman.
  • Beita gagnrýninni hugsun í þekkingaröflun og leggja sjálfstætt mat á söguleg álitamál.

Undanfari: Enginn