SAGA3CA05 - Saga menningar og hugmynda
Saga menningar og hugmynda frá fornöld til nútímans. Megin umfjöllunarefni eru rætur nútímamenningar, trúarbrögð og heimspeki. Helstu listastefnur, dægurmenning og neysluhættir eru rannsakaðir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Hugtökum sem eiga sér menningarsögulegar rætur.
- Helstu áhrifavöldum hugmynda- og menningarsögunnar, innlendum og erlendum.
- Helstu tímabilum í lista- og menningarsögu heimsins og einkennum þeirra.
- Helstu menningareinkennum og listastefnum ólíkra tímaskeiða allt frá fornöld og fram á 21. öld.
- Samspili menningar og mannréttinda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Miðla þekkingu sinni á efninu með skýrum og skiljanlegum hætti og beita til þess fjölbreyttum aðferðum.
- Leita sér upplýsinga og meta ólíkar heimildir, t.d. frumtexta, eftirheimildir og myndefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Greina orsakir og afleiðingar í sögulegri framvindu.
- Skoða hluti frá ólíkum sjónarhornum og ræða álitamál og öndverð viðhorf í heimspeki og hugmyndasögu.
- Draga ályktanir af þeim upplýsingum sem heimildirnar veita.
- Vinna sjálfstætt að menningarsögulegum rannsóknum og miðla niðurstöðum með fjölbreyttum hætti.
Undanfari: SAGA2BA05 eða SAGA2BB05 eða SAGA2BC05