Saga samtímans frá heimsstyrjöldinni síðari til líðandi stundar. Aðaláhersla áfangans er á kalda stríðið og áhrif þess á heiminn. Einnig er mikil áhersla lögð á atburði líðandi stundar og sögulegar orsakir þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Helstu atburðum samtímans.
- Orsökum, framvindu og afleiðingum sögulegra fyrirbæra og samtímaviðburða í ólíkum heimshlutum og tengslum milli þeirra innbyrðis.
- Áreiðanleika heimilda og gagnrýninni notkun þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Beita ólíkum aðferðum við að afla sér þeirra upplýsinga sem völ er á um viðfangsefnið.
- Leggja mat á ólíkar heimildir, t.d. frumtexta, eftirheimildir og myndefni margs konar.
- Miðla þekkingu sinni á efninu með fjölbreyttum aðferðum eftir því sem við á hverju sinni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Afla sér heimilda um samtímasögu og meta áreiðanleika þeirra.
- Draga rökstuddar ályktanir af þeim upplýsingum sem heimildirnar veita.
- Taka gagnrýna afstöðu til samtímaviðburða og leggja mat á orsakir þeirra og afleiðingar.
- Átta sig á þróun mála á helstu átakasvæðum heimsins í dag út frá sögulegum bakgrunni þeirra.
- Bera saman helstu stjórnmála- og hugmyndafræðistefnur 20. aldar.
- Miðla þekkingu sinni á skipulegan og fjölbreytilegan hátt með vísan til heimilda.
Undanfari: SAGA2BA05 eða SAGA2BB05 eða SAGA2BC05