SÁLF2BA05 - Almenn sálfræði

Kynning á ýmsum stefnum sálfræðinnar, þróun, sögu og rannsóknaraðferðum. Líffræðileg starfssemi heila og taugakerfis, helstu atriði námssálarfræðinnar auk kenninga og rannsóknarniðurstöður á svefni og draumum kynntar.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Skilja fjölbreytileika sálfræðinnar og hvernig sálfræði-menntun nýtist á vinnumarkaði.
  • Flokka helstu hugtök og stefnur innan sálfræðinnar.
  • Skilja mikilvægi rannsókna í sálfræði og hvernig þær skuli fara fram eftir stöðluðu formi.
  • Skilja uppbyggingu heila- og taugakerfisins.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Gera grein fyrir hvernig hægt er að útskýra ýmsa hegðun í daglegu umhverfi út frá skilyrðingu.
  • Gera grein fyrir hvernig heili og taugakerfið getur haft áhrif á eigin líðan.
  • Gera grein fyrir kenningum og rannsóknum um svefn og drauma.
  • Tjá sig og skrifa á skýran hátt helstu hugtök innan sálfræðinnar.
  • Afla sér heimilda til rannsóknargerðar.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Bera saman hugtök og ólíkar stefnur innan sálfræðinnar sem er metið með heimildarvinnu.
  • Nýta þekkingu sína um nám og minni við eigið nám sem er metið með verkefnavinnu og rökræðum.
  • Gagnrýna stefnur og hugtök innan sálfræðinnar sem er metið með heimildavinnu, rökræðum og kynningarvinnu.
  • Skipuleggja og framkvæma einfalda rannsókn í sálfræði sem er metið með verkefnavinnu.
  • Gera grein fyrir niðurstöðu í einfaldri rannsókn og kynna hana sem er metið með verkefnavinnu og kynningu.

Undanfari: Enginn