SÁLF2BB05 - Þroskasálfræði
Fjallar um þroskaferil mannsins frá getnaði fram á fullorðinsár. Einkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska á ólíkum aldursstigum kynnt. Þróun greinarinnar kynnt bæði sögulega og út frá ólíkum þroskakenningum. Farið er í hin ýmsu þroskafrávik og þau skoðuð út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Ýmis álitamál s.s. ótímabærar þunganir, vanræksla og starfslok rædd. Hin ýmsu mótunaráhrif skoðuð með sérstakri áherslu á unglingsárin. Öldrunarsálfræði kynnt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Þróun þroskasálfræðinnar sem vísindagreinar.
- Helstu kenningum í þroskasálfræði.
- Megineinkennum þroskaferilsins s.s. líkamsþroska, vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska.
- Helstu þroskafrávikum, líkamlegum og andlegum.
- Helstu einkennum öldrunar og helstu viðfangsefnum öldrunarsálfræði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Skoða kenningar í þroskasálfræði, greina á milli þeirra og tengja þær við eigin lífsferil í fortíð nútíð og framtíð.
- Leita upplýsinga og afla þekkingar á sviði þroskasálfræði í ólíkum miðlum, í viðtölum og/eða vettvangsheimsóknum.
- Beita vísindalegri hugsun og vinnubrögðum.
- Framfylgja helstu siðareglum sem gilda í sálfræði bæði í rannsóknum og upplýsingaöflun.
- Tjá þekkingu sína í þroskasálfræði bæði í ræðu og riti.
- Vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni er tengist efni áfangans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Skilja hvernig líffræðilegir, vitsmunalegir og félagslegir þættir geta mótað atferli og þroska einstaklinga og þar með margbreytileika mannlegs samfélags sem er metið með könnunarprófi.
- Vinna úr rannsóknargögnum (eigin og annarra) og leggja á þau mat sem er metið með kynningum og rökræðum.
- Gagnrýna og taka gagnrýni með jákvæðum og málefnalegum hætti sem er metið með verkefnavinnu.
- Taka þátt í rökræðum um málefni er tengjast sálfræði sem er metið me rökræðum og kynningum.
Undanfari: SÁLF2BA05