SÁLF3CB05 - Jákvæð sálfræði

Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði og hvernig má nýta hana í daglegu lífi. Fjallað er um styrkleika og hvernig hægt er að nýta sér eigin styrkleika til að bæta líf með jákvæðri hugsun og bjartsýni. Í áfanganum er leitast við að auka skilning nemenda á eigin getu og hæfni ásamt því að vinna með hugtök eins og t.d. hamingju, jákvæðar tilfinningar, gildi, styrkleika og jákvæð samskipti.
Lögð er áhersla á að nemendur taki virkan þátt í æfingum og verkefnum sem bæta eigin sjálfsmynd og er ætlað að auka sjálfstraust. Markmið áfangans er að nemendur upplifi í lokin breytingu á líðan og viðhorfum til sjálfs síns og lífsins. 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Sögu, þróunnar og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði.
  • Kenningum helstu fræðimanna í greininni en einng hvaða tilfinningar, hegðun og afthafnir geta stuðlað að jákvæðri líðan.
  • Helstu styrkleikahugtökum og aðferðum sem unnt er að beita sem bæta líðan og jákvæða hugsun.
  • Orðaforða og þekkingu á alþjóðlegu tungumáli greinarinnar (ensku) sem nýtist til frekari símenntunnar í faginu og hagnýtingar til eigin vellíðunnar. 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Tjá sig í ræðu og riti um hin ýmsu viðfangsefni fræðigreinarinnar.
  • Beita aðferðum jákvæðrar sálfræði í daglegu lífi sínu sem bæði gagnast þeim sjálfum og öðrum í þeirra umhverfi.
  • Greina og þekkja eigin stykleika og geti unnið markvisst að því að bæta þá og þannig eigið líf á uppbyggjandi hátt.
  • Nota hugmyndir jákvæðrar sálfræði til að öðlast aukna hamingju, viðhalda heilsu og ná árangri.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Þjálfa með sér til að bæta eigin líðan.
  • Geta á sannfærandi hátt miðlað af þekkingu sinni til annarra þannig að þeir skilji og geti breytt í jákvæðni, bæði á góðum stundum en einnig þegar eitthvað bjátar á.
  • Geta metið og gert greinarmun á fræðilegum rannsóknarniðurstöðum á efninu og rökstutt skoðanir sínar á málefnalegan hátt.
  • Tjá sig á erlendu tungumáli (ensku) um helstu þætti fræðigreinarinnar og séu meðvitaðir um þekkingu sína í greininni í alþjóðþegu samhengi. 

Undanfari: SÁLF2BA05