ÞJÓÐ2BA05 - Þjóðhagfræði

Fjallað er um grunneiningar hagkerfisins og samspil þeirra í markaðshagkerfi. Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Fjallað er um sjálfbærni í efnahagslegu tilliti. Kynnt er margvísleg framsetning á hagfræðilegu efni. Jafnframt öðlast nemendur nauðsynlega grunnþekkingu og færni til frekara náms í hagfræði.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Meginviðfangsefnum og grundvallarspurningum hagfræðinnar sem fræðigreinar.
  • Helstu einkennum markaðshagkerfis, blandaðs hagkerfis og miðstýrðs áætlanahagkerfis.
  • Lögmálinu um minnkandi afrakstur í framleiðslu og geta útskýrt meginþætti verðmyndunar á markaði.
  • Hringrás opins, blandaðs hagkerfis.
  • Erlendri skuldasöfnum og greiðslubyrgði af erlendum lánum.
  • Verðbólgu og atvinnuleysi.
  • Umsvifum hins opinbera í efnahaglífinu og hvernig þau eru fjármögnuð.
  • Greiðslujöfnuði og hvernig hann er samsettur.
  • Hagrænum hliðum sjálfbærrar þróunar.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Reikna út markaðsjafnvægi og verðteygni út frá gefnum stærðfræðilegum forsendum um eftirspurn og framboð.
  • Skýra mun á vergum og hreinum hagstærðum. Þjóðar- og landsframleiðslu, markaðsverði og þáttaverði.
  • Reikna út þjóðhagsstærðir á föstu verðlagi og hlutfallslegar breytingar á milli ára.
  • Reikna út þjóðartekjur í jafnvægi og aðrar helstu hagstærðir með hjálp einfalds líkans.
  • Reikna hagvöxt, þekki helstu ákvörðunarþætti og vanda við mat á þeim, meðal annars vegna umhverfismála og veldisvaxtar í hagkerfinu.
  • Nýta upplýsingatækni til að spyrja hagfræðilegra spurninga og leita lausna til að leysa hagfræðileg verkefni.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Leggja mat á aðferðir stjórnenda opinberra stofnana og stjórnvalda við rekstur þjóðarbúsins.
  • Túlka heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfinu með hjálp einfalds haglíkans.
  • Leggja mat á og ræða siðferðileg álitamál hvað varðar sjálfbæra þróun og geta beitt hagfræðlegum rökum.
  • Taka þátt í daglegri umræðu um efnahagsmál á málefnalegan hátt.

Undanfari: Enginn