Í áfanganum er lögð áhersla á þjálfun í kjörmáli á vettvangi. Farið er í æfingaferðir um helstu ferðamannaleiðir í nágrenni Reykjavíkur s.s. Reykjanes, Gullfoss og Geysi, Þingvelli, Borgarfjörð/Snæfellsnes ásamt Reykjavík. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem þeir æfa sig í að leiðsegja munnlega. Leiðsagnartungumál þarf að uppfylla kröfur C1 skv. evrópska tungumálastaðlinum. Leiðbeint er um efnisval m.t.t. ólíkra samsetninga ferðamannahópa og framsetningu á efninu þannig að frásögn sé samfelld og hæfi bæði stað og stund. Nemendur eru þjálfaðir í öflun upplýsinga, notkun hljóðnema, flæði í frásögn og áhersla er lögð á réttar tímasetningar í frásögn. Tungumálanotkun 2 tengist áföngunum Svæðalýsingar 1 og 2 á þann hátt að um sameiginlegar vettvangsferðir er að ræða og nemendur útbúa pistla um algenga viðkomustaði ferðamanna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Því sem er frásagnarvert á helstu viðkomustöðum ferðamanna í algengum dagsferðum frá Reykjavík.
- Mikilvægi góðs undirbúnings og skipulags.
- Mikilvægi góðrar umgengni við dýr, náttúru og menningarminjar.
- Hvenær þörf er á að vara ferðamenn við hættum á viðkomustöðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Leiðsegja um Reykjavík og helstu dagleiðir í nágrenni Reykjavíkur.
- Nýta fjölbreyttan og viðeigandi orðaforða í fráögn.
- Skipuleggja uppbyggingu og markvissa framsetningu á áhugaverðri og heildstæðri frásögn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Undirbúa og útfæra leiðsögn, byggða á ferðaætlun ferðaskrifstofu, um Reykjavík og algengar dagleiðir frá Reykjavík þannig að úr verði heildstæð skemmti- og fræðsluferð sem skilji eftir sig fjölbreytta þekkingu á viðkomandi svæðum.
- Tryggja öryggi ferðamanna eins og kostur er.
- Nota fjölbreyttan og viðeigandi orðaforða og hugtök í leiðsögn.
- Leiðsegja að uppfylltum kröfum C1 (skv. evrópska tungumálastaðlinum).
Undanfari: Kjarni leiðsögunáms, FYHJ3FH01, JARÐ4AL04, LEIL4AL02, NÁTT3AL01, SVÆL4AL04.
Námsmat: Sjá kennsluáætlun.