VLÖG2BA05 - Viðskiptalögfræði
Kynnt eru grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar og réttarkerfis. Áhersla er lögð á kynningu á lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífinu. Miðað er að því að gefa nemendum innsýn í umfang löggjafar á þessu sviði og að þeir þekki helstu meginreglur hennar, s.s. samningagerð og kröfuréttarsambönd, lausafjárkaup og fasteignakaup, stéttarfélög og vinnudeilur, réttindi og skyldur aðila vinnumarkaðarins, gjaldþrot, greiðslustöðvun og nauðasamninga. Fjallað verður um samkeppnislög, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, vöruvernd og auðkennarétt. Fjallað er stuttlega um sifja- og erfðarétt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Grundvallaratriðum í sambandi við löggjöf, réttarheimildir og íslenska stjórnskipan.
- Meginreglum íslensks réttarfars og helstu farvegi mála í gegnum dómstóla og aðrar stofnanir réttarkerfisins.
- Helstu hugtökum sem lúta að réttindum og skyldum þjóðfélagsþegna.
- Lögum og reglum sem varða samninga, umboð og aðra löggerninga.
- Lögum um lausafjár- og fasteignakaup og helstu lögum og reglum um kröfur og skuldbindingar.
- Mismunandi rekstrarformum og reglum um stjórnun fyrirtækja, ábyrgð eigenda o.fl.
- Lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Tjá sig um helstu lög og reglur sem snúa að viðskiptum ásamt því að geta gert grein fyrir helstu þáttum í uppbyggingu ríkisvalds á Íslandi.
- Lesa og greina lögfræðileg málefni.
- Leysa verkefni sem reyna á þekkingu og skilning á grundvallaratriðum í meginreglum íslensks stjórnskipunar og réttarfars.
- Beita þekkingu sinni í að meta forsendur og geti túlkað niðurstöður dóma.
- Setja fram texta og rökstyðja efni um lögfræðileg málefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Nýta sér reglur viðskipalífsins í samskiptum einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera.
- Túlka lagagreinar.
- Túlka og draga ályktanir út frá lögum og reglum sem tengjast viðskiptalífi.
- Nýta sér sértæka þekkingu og leikni í viðskiptalögfræði til að vinna að hagnýtum verkefnum á því sviði.
Undanfari: Enginn