Í áfanganum er fjallað um dýralíf á Íslandi og einkenni þess. Farið er í flokka dýraríkisins, ástæður tegundafæðar, uppruna og skyldleika dýra. Komið er inn á hryggleysingja og hryggdýr í sjó, vötnum og á landi með sérstakri áherslu á fugla, hvali og nytjafiska á Íslandi. Rakin er saga íslensku húsdýranna, uppruni þeirra, nytjar og áhrif þeirra á sögu og afkomu landsmanna. Lögð er áhersla á sérstöðu íslenska hundsins og hestsins. Nemendur eru þjálfaðir í notkun handbóka og efnisöflunar af veraldarvefnum. Fuglar eru skoðaðir á vettvangi og í vettvangsferðum er lögð áhersla á að nemendur kynnist íslensku dýralífi.
Markmið
Nemandi kunni skil á
- uppruna íslensku húsdýranna, einkennum þeirra, þróun og notagildi
- villtum landspendýrum hér á landi
- sjávarspendýrum hér við land
- skordýrum og skeldýrum hér á landi
- einkennum fuglafánunnar og algengustu fuglategundum sem hér verpa
- samhenginu í fæðuvali dýra, lifnaðarháttum þeirra og gerð vistkerfa á Íslandi