FJM201 - Fjallamennska II

Í áfanganum eru kenndar helstu aðferðir sem notaðar eru í ísklifri. Rifjaðir eru upp hnútar og fjallað um klifurbúnað, línur, tryggingar, klifuraðferðir og klifur. Áfanginn er að stærstum hluta verklegur, þ.e. tveir dagar á vettvangi, helst á skriðjökli. Nemendur þurfa að hafa alstífa skó og mannbrodda, línu, sigstól, hjálm og tvær ísaxir. Enn fremur karabínur, slinga, ísskrúfur og bergtryggingar. Vind- og vatnsheldur fatnaður er nauðsynlegur, svo og almennur ferða- og fjallabúnaður, eins og snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla.

Markmið

Nemandi kunni skil á

  • helstu aðferðum til að fara langar og brattar ísklifursleiðir
  • línum og hnútum
  • notkun ístrygginga
  • félagabjörgun
  • sérhæfðum búnaði
  • tækjum til ísklifurs