GRN101 - Gróður og náttuvernd

Í áfanganum er fjallað um flóru Íslands og sérstöðu hennar. Teknir eru fyrir helstu flokkar plantna og nemendur þjálfaðir í notkun handbóka á því sviði. Farið er yfir gróðursögu landsins með hliðsjón af gróðureyðingu, endurheimt landgæða og sjálfbærri nýtingu gróðurfars. Lögð er áhersla á skógrækt, náttúruvernd, friðlýsingu og umgengni við land og mið. Áherslur Íslands í umhverfismálum eru skoðaðar sem og alþjóðasamningar. Í vettvangsferðum er lögð áhersla á að nemendur kynnist íslensku gróðurfari.

Markmið

Nemandi geti sagt frá

  • gróðurfari á Íslandi á tertíertímabilinu, ísöld og við landnám
  • séreinkennum íslensks jarðvegs
  • helstu orsökum og afleiðingum gróðureyðingar eftir landnám
  • hvernig staðið er að landgræðslu og skógrækt á Íslandi
  • algengustu plöntutegundum hér á landi
  • umhverfismálum og náttúruvernd
  • upphafi þróunar náttúruverndar í heiminum og hér á landi
  • starfsemi umhverfisráðuneytis og stofnana á þessu sviði
  • ýmsum flokkum friðunar
  • samskiptum manns og náttúru
  • áhrifum ferðamennsku á umhverfið