HÓS101 - Hópstjórn - samskipti

Í áfanganum er farið í grundvallarþætti almennra samskipta sem og þjónustusamskipta. Fjallað er ítarlega um framkomu og áhrif hennar í þjónustusamskiptum. Sérstök áhersla er lögð á ábyrgð og það sem einkennir hlutverk leiðsögumanns sem þjónustuaðila. Rætt er um jákvæð og neikvæð viðhorf og áhrif þeirra. Skoðaðir eru fordómar og tengsl þeirra við mismunandi þjóðerni. Helstu þættir þarfagreiningar verða kynntir með tilliti til virkrar hlustunar og líkamstjáningar. Kynntir eru styrkingarhættir sálfræði, hópstærðir og hópefli. Farið er í eðli samskipta við samstarfsaðila, s.s. landverði, starfsmenn gististaða og yfirvöld.

Markmið

Nemandi

  • þekki hlutverk og ábyrgð leiðsögumanns í hópnum
  • kunni skil á hópsálfræði og
  • öðlist færni í persónulegum samskiptum
  • kunni skil á viðbrögðum við erfiðleikum
  • þekki hegðun og væntingar farþega
  • geti stjórnað hópi á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
  • geti nýtt þá stjórnunaraðferð sem á við hverju sinni með vellíðan og öryggi í huga
  • geti átt jákvæð og örugg samskipti við utanaðkomandi aðila, svo sem yfirvöld, landverði, starfsmenn gististaða o.fl.