ÍSA101 - Íslenska samfélagið

Í áfanganum er skoðuð byggðaþróun í landinu og nemendum kynnt grundvallarhugtök mannfjöldaþróunar. Farið er í stjórnskipun landsins og helstu grunnhugtök eins og þrískiptingu ríkisvaldsins, lýðræði, lýðveldi, stjórnmálaflokka og mannréttindi. Fjallað er um menntun og menningarmál Íslendinga, þjóðkirkjuna og önnur trúfélög. Lögð er áhersla á að nemendur þekki lífsafkomu á Íslandi, sérstaklega hvað varðar heilbrigðismál, félagsmál, tryggingar, skatta og húsnæðismál. Stuðst er við handbækur og efni af veraldarvefnum.

Markmið

Nemandi geti frætt ferðamenn um

  • helstu tölulegar upplýsingar um þjóðfélagið, tengsl einstakra þátta og samanburð við önnur lönd
  • fólksfjölgun og byggðaþróun
  • meðallífslíkur Íslendinga og lífsafkomu
  • skattamál, tryggingar, húsnæðismál, menntamál, menningarmál, trúmál og heilbrigðismál
  • stjórnmálaflokka á Íslandi
  • stjórnun landsins – Alþingi