JAR102 - Jarðfræði

Í áfanganum er rakin þróun fræðigreinarinnar jarðfræði erlendis og á Íslandi. Lögð er áhersla á sérkenni Íslands, myndun landsins, eldvirkni, jarðskjálfta, jökla, vatnsföll og jarðhita. Farið er í flekakenninguna, eldstöðvakerfi, bergtegundir, jarðlög og jarðsögu Íslands. Nemendur fá tilsögn í greiningu helstu steinda og bergtegunda. Í vettvangsferðum er lögð áhersla á að nemendur kynnist jarðfræði Íslands.

Markmið

Nemandi geti útskýrt

 • nýjar kenningar jarðfræðinga um helstu náttúrufyrirbrigði sem sjást á ferðamannaleiðum og ferðamannastöðum
 • flekakenninguna og myndun Atlantshafshryggjarins og tengsl hans við Ísland
 • ýmsar gerðir eldfjalla, eldvirkni og orsakir tíðra eldgosa á Íslandi
 • virku gossvæðin og jarðskjálftasvæðin
 • mismun á jarðfræði og eldvirkni hér á landi og á öðrum stöðum á jörðinni
 • hveri og hverasvæði
 • jarðhita og nýtingu hans hér á landi
 • jökla, jökulrof og jöklabúskap
 • hagnýt jarðefni
 • virkjun vatnsafls og gufuafls
 • steinda- og bergfræði þar sem áhersla er lögð á holufyllingar