JAR202 - Jarðfræði

Í áfanganum er tekin fyrir jarðfræði mismunandi ferðamannasvæða á Íslandi. Lögð er áhersla á jarðfræðileg sérkenni hvers svæðis fyrir sig og myndun helstu fyrirbrigða á tilteknum svæðum. Þar má t.d. nefna jarðhitann í kringum Reykjavík, eldvirkni og jarðhita á Reykjanesi, náttúrufar, sig og vatnsbúskap Þingvalla og tengslin við sögu landsins. Háhitasvæðið í Haukadal, Vatnajökul og eldstöðvarnar sunnanlands, eldvirkni á Snæfellsnesi, í Þingeyjarsýslum og á miðhálendinu og fyrirbæri eins og hvilftirnar á Vestfjörðum. Jafnframt er fylgst með því helsta sem uppgötvast í jarðfræði Íslands á hverjum tíma.

Markmið

Nemandi

  • jarðfræðileg sérkenni mismunandi landssvæða, s.s.
  • eldgosasögu Íslands
  • virk gossvæði og jarðskjálftasvæði
  • jarðhita í mismunandi landshlutum og nýtingu hans hér á landi
  • jökla, jökulrof og jöklabúskap á mismunandi svæðum
  • hagnýt jarðefni
  • virkjun vatnsafls og gufuafls víða um land
  • steinda- og bergfræði
  • kenningar jarðfræðinga um helstu náttúrufyrirbrigði sem sjást á ferðamannaleiðum og ferðamannastöðum