LES102 - Leiðsögutækni - samskipti

Í áfanganum fer fram þjálfun í framsögn, raddbeitingu, frásagnartækni og framkomu. Farið er í helstu þætti mannlegra samskipta, hópstjórn og hópsálfræði. Lögð er áhersla á samskipti við ferðamenn af mismunandi þjóðerni og skoðaðir mismunandi menningarheimar og trúarbrögð. Fjallað er um ólíkar tegundir ferða og útfærslu þeirra og samskipti leiðsögumannsins við ferðaþjónustuaðila.

Markmið

Nemandi kunni skil á

  • skipulagningu og útfærslu ferða
  • framsögn, raddbeitingu, frásagnartækni og vali á frásagnarefni
  • hópstjórn, hópsálfræði og mismunandi trúarbrögðum
  • upplýsingum til ferðamannsins um öryggisatriði, viðvaranir á hættusvæðum og í áhættuferðum
  • mannlegum samskiptum
  • samskiptum við ferðamenn af mismunandi þjóðerni
  • samskiptum við þjónustuaðila, s.s. ferðaskrifstofur, gististaði, bílstjóra, starfsfólk, eldhúsbíla, tjaldstæði, þjóðgarða og veitingastaði