SAG101 - Íslandssaga

Í áfanganum er fjallað um hin ýmsu tímabil Íslandssögunnar. Þar má nefna víkingatímabilið, landnámið og stofnun íslenska þjóðveldisins. Enn fremur er farið í merkustu viðburði Íslandssögunnar fyrr á öldum, s.s. landnámið, stofnun Alþingis, kristnitökuna, uppbyggingu kirkjunnar og siðaskiptin. Þá eru skoðaðar helstu heimildir um líf fólks fyrr á öldum, þjóðfélagsskipan, hlutverk karla og kvenna, húsakynni og búskaparhætti. Fjallað er um einokunartímabilið; orsakir og afleiðingar þess fyrir Íslendinga. Kynnt eru þau tímabil Íslandssögunnar er við lutum erlendri stjórn og áhrif þess á þjóðina. Rakin er saga sjálfstæðisbaráttunnar, nefndir helstu hvatamenn og stofnun lýðveldisins. Þá er skoðuð þátttaka og staða Íslands í samfélagi þjóðanna nú á dögum. Nemendur eru þjálfaðir í efnisöflun af veraldarvefnum.

Markmið

Nemandi geti útskýrt

  • elstu heimildir um Ísland
  • kenningar um orsakir víkingaferða
  • landnám Íslands
  • Alþingi hið forna og þjóðveldi
  • mótun íslenskrar kirkju
  • Ísland undir erlendri stjórn
  • siðaskipti
  • einokunarverslun
  • einveldi Danakonungs
  • afdrifaríkustu atburði sjálfstæðisbaráttunnar
  • lýðveldisstofnun
  • stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna