SKY101 - Skyndihjálp I

Fjallað er um aðgerðir á vettvangi, skoðun og mat. Endurlífgun, bókleg og verkleg. Farið er í helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi. Teknar eru fyrir helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi. Farið er í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Helstu höfuð-, háls- og hryggáverkum eru gerð skil ásamt brjóst-, kvið- og mjaðmaáverkum. Einnig er farið í beina-, liðamóta- og vöðvaáverka. Kennt er að spelka útlimi með áverka. Farið er í bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur. Fjallað er um viðbrögð við kali og ofkælingu og háska af völdum hita. Farið er í björgun og flutning einstaklinga af slysstað.

Markmið

Nemandi á að

  • þekkja þá hugmyndafræði sem skyndihjálp byggir á
  • þekkja og geta framkvæmt mat og skoðun á slösuðum einstaklingum
  • kunna að bregðast við yfirvofandi lostástandi geta brugðist rétt við dauðadái
  • þekkja og geta beitt hjartahnoði þegar það á við
  • þekkja og geta beitt blástursmeðferð þegar hún á við
  • þekkja og geta metið helstu tegundir sára
  • þekkja aðferðir til að meta brunasár og kunna að bregðast við bruna
  • þekkja helstu höfuð-, háls-, og hryggáverka og geta veitt skyndihjálp við slíkum áverkum
  • þekkja helstu brjóst-, kvið-, og mjaðmaáverka og geta brugðist við þeim
  • þekkja helstu beina-, liðamóta-, og vöðvaáverka og geta veitt skyndihjálp við slíkum áverkum
  • kunna að spelka brot/tognanir
  • geta veitt skyndihjálp við bráðum sjúkdómum
  • þekkja helstu forvarnir við kali, ofkælingu og ofhitnun og geta veitt viðeigandi skyndihjálp við slíkum áverkum