SKY201 - Skyndihjálp II

Í áfanganum er byggt ofan á þann grunn sem lagður er í undanfaranum SKY101, svo sem meðhöndlun meiðsla og veikinda. Farið er í skráningu og tilkynningu slyss. Einnig viðbrögð við hópslysi og dauðsföllum. Fjallað er um viðbrögð við kali og ofkælingu. Leiðbeint er um forgangsröðun á vettvangi, flutning slasaðra af slysstað, móttöku þyrlu og áfallahjálp á slysstað. Sérstök áhersla er lögð á að glíma við stóráföll og eftirköst þeirra, svo og náttúruhamfarir.

Markmið

Nemandi hafi fengið

  • bóklegar og verklegar æfingar í skyndihjálp með tilliti til ferðalaga og útivistar í óbyggðum í öllum veðrum
  • þjálfun í viðbrögðum ef slys, veikindi eða dauðsfall ber að höndum l
  • leiðbeiningar um meðhöndlun helstu álagsmeiðsla og veikinda
  • kynningu á helstu einkennum ofkælingar og hvernig beri að varast hana
  • þjálfun í helstu viðbrögðum við stórslysum og náttúruhamförum
  • leiðbeiningar um hvernig kalla á til þyrlu með lækni innanborðs, hvernig velja á lendingarstað fyrir þyrlu og hvernig hátta beri samskiptum við flugmann
  • þjálfun í að veita áfallahjálp og hvernig haga beri samskiptum við slasaða og aðra farþega þar til hjálp berst