SVÆ106 - Svæðalýsingar

Í áfanganum er landinu skipt upp í eftirfarandi svæði: Reykjavík Suðurnes Gullfosshringur Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðausturland Suðurland Hálendi/óbyggðir Eyjar Þjóðgarðar/friðlýst svæði Fjallað eru um helstu ferðamannaleiðir svæðanna og áhugaverð sérkenni hvers svæðis fyrir sig. Sérstök áhersla er lögð á menningu, sögu, atvinnulíf, flóru og fánu á hverju svæði auk tengsla við Íslendingasögur, þjóðsögur og nútímabókmenntir. Einnig er athygli beint að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Nemendum er leiðbeint um hvernig best er að koma að svæðinu og ferðast um það með hliðsjón af skipulagi ferðarinnar og tímasetningum. Svæðalýsingar (SVÆ106) tengjast áföngunum Tungumálanotkun II (TMN202) og Vettvangsnámi II (VEV204) á þann hátt að um sameiginlegar vettvangsferðir er að ræða.

Markmið

Nemandi þekki

  • aðkomu að svæðinu og helstu ferðamannaleiðir með hliðsjón af skipulagi og tímasetningu hvers svæðis
  • áhugaverðustu staðreyndir um helstu ferðamannastaðina
  • sögu, atvinnuhætti, jarðfræði, gróður og dýralíf á hverju svæði
  • hlunnindabúskap á Íslandi
  • þjóðgarða og friðlýst svæði
  • hálendi, óbyggðir og virkjanir
  • atburði og sögupersónur úr Íslendingasögum/fornsögum, þjóðsögum, ævisögum og nútímaskáldsögum sem tengjast staðnum/svæðinu
  • listamenn og söfn sem tengjast staðnum/svæðinu