SVÆ112 - Svæðalýsingar

Í áfanganum er fjallað í grófum dráttum um helstu svæði landsins með hliðsjón af akstursleiðum að helstu göngusvæðum. Tilgangurinn er að ferðamaðurinn kynnist áhugaverðustu staðreyndum um land og þjóð, s.s. um menningu, sögu, atvinnulíf, flóru og fánu ásamt atburðum úr fornsögum, þjóðsögum og ferðasögum. Innihald áfangans er í samræmi við áfangann SVÆ106 af almennu kjörsviði.

Markmið

Nemandi kunni skil á

  • helstu akstursleiðum ferðamanna að göngusvæðum
  • áhugaverðustu staðreyndum um helstu staði á leiðinni
  • atburðum úr fornsögum, þjóðsögum og ferðasögum sem tengjast akstursleiðinni
  • helstu söfnum á leiðinni
  • hvernig best er að komast að göngusvæðinu