SVÆ114 - Svæðalýsingar

Í áfanganum er fjallað um helstu gönguleiðir og göngumöguleika á Íslandi. Lögð er áhersla á náttúrutúlkun, jarðfræði, gróður og dýralíf og helstu þætti í sögu og þjóðfræði er tengjast gönguleiðinni. Nemendum er leiðbeint um hvernig best er að koma að göngusvæðinu og ferðast um það með hliðsjón af skipulagi, tímasetningu og erfiðleikastigi, jafnt á byggðum sem óbyggðum svæðum. Nemendur vinna verkefni um ákveðnar gönguleiðir og fá tilsögn um öflun heimilda um þær.

Markmið

Nemandi kunni skil á

  • aðkomu að svæðinu og helstu gönguleiðum með hliðsjón af skipulagi og tímasetningu hvers svæðis
  • helstu göngusvæðum á Íslandi, byggðum og óbyggðum
  • áhugaverðum stöðum á gönguleiðum
  • jarðfræði, gróðri og dýralífi svæðisins
  • helstu þáttum í sögu og þjóðfræði er tengjast gönguleiðinni
  • náttúrutúlkun með því að hlusta, horfa, lykta og snerta með náttúruupplifun í huga