TMN202 - Tungumálanotkun II

Í áfanganum er lögð áhersla á þjálfun í kjörmáli á vettvangi. Farið er í æfingaferðir um helstu ferðamannaleiðir í nágrenni Reykjavíkur, s.s. Reykjanes, Gullfoss og Geysi, Þingvelli og Borgarfjörð ásamt Reykjavík. Nemendur fá raunhæf verkefni þar sem þeir æfa sig í að leiðsegja munnlega á erlendum tungumálum. Leiðbeint er um framsetningu á efni. Nemendur fá tækifæri til að æfa notkun hljóðnema og æfa rétta tímasetningu í frásögn. Stefnt skal að því að nemendur fari í ferð með reyndum leiðsögumanni hjá viðurkenndu ferðaþjónustufyrirtæki, á sínu kjörmáli. Tungumálanotkun II tengist áföngunum Vettvangsnámi II (VEV204) og Svæðalýsingum (SVÆ106) á þann hátt að um sameiginlegar vettvangsferðir er að ræða.

Markmið

Nemandi fari í

  • æfingaferð um Reykjavík
  • æfingaferð um helstu ferðamannaleiðir í nágrenni Reykjavíkur
  • ferð með reyndum leiðsögumanni hjá viðurkenndu ferðaþjónustufyrirtæki
  • uppbyggingu og markvissa framsetningu á heildstæðri frásögn á erlendu tungumáli