VEV115 - Vettvangsnám

Í vettvangsnáminu er lögð áhersla á að nemendur fari í styttri og lengri gönguferðir. Áfanginn hefst á tveggja daga ferð þar sem lagt er almennt mat á hæfni þátttakenda í gönguferðum. Á námstíma fara nemendur í gönguferðir á eigin vegum og skrá þær í leiðarbók (loggbók). Nemendur velja ferðir í samráði við leiðbeinanda. Á seinni hluta námstíma er farin nokkurra daga gönguferð undir stjórn gönguleiðsögumanns.

Markmið


Nemandi fari í

  • tveggja daga ferð þar sem lagt er almennt mat á hæfni þátttakenda í gönguferðum
  • gönguferðir á eigin vegum í samráði við leiðbeinanda
  • styttri og lengri gönguferðir undir stjórn gönguleiðsögumanns