VOJ101 - Veðurfræði og jöklar

Í áfanganum er farið í einkenni veðurfars á Íslandi og til fjalla. Fjallað er um vind, veðurlag eftir vindáttum, áhrif landslags á vind og vindkælingu á bert hörund. Einnig er farið í hitastig, landslag og lækkun með hæð, úrkomu og úrkomudreifingu, þátt fjalla, skyggni, þoku og skafrenning. Tekin eru fyrir helstu veðurkerfi við Ísland og áhrif sjávar og hafstrauma á íslenskt veðurlag. Sérstök áhersla er á veðurspár, veðurathuganir og ályktunarhæfni. Fjallað er um tunglið, stjörnuhimin og norðurljós. Jafnframt er fjallað um jökla og íshreyfingar, afkomu jökla og afrennsli þeirra, svo og veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra á jökla.

Markmið

Nemandi kunni skil á

  • helstu einkennum veðurfars á Íslandi og veðurfari til fjalla
  • vindum, úrkomu, loftmassa, skilum, lægðum og veðri samfara þeim
  • breytingum á vindi, hitastigi, úrkomu og skyggni með aukinni hæð
  • algengustu gerðum jökla á Íslandi, hegðun þeirra og ástandi á mismunandi árstíma