Matsveinanám

Matsveinanám er 120 eininga bóklegt og verklegt nám sem er á 2. hæfniþrepi. Matsveinanám er tvær annir í skóla. Hægt er að sækja um nám í matartækni að loknu matsveinanámi og fæst matsveinanámið að fullu metið inn í það nám. Nánari upplýsingar um námið er hér.

Lokað er fyrir umsóknir í matsveinanám

Dagatal matsveinanáms 2023 – 2024

Inntökuskilyrði

 • Eins árs starfsreynsla í viðurkenndu mötuneyti eða veitingastað. Mikilvægt er að staðfesting á starfsreynslu fylgi með umsókn
 • Hafa náð 23 ára aldri
 • Æskilegt er að nemendur hafi gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli

Réttindi

Námið veitir nemendur réttindi til að starfa sem matsveinar í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum.

Mat á námi

 • Með raunfærnimati fær nemandi þekkingu sína og reynslu metna upp í formlegt skólanám. Iðan fræðslusetur og aðrar fræðslumiðstöðvar sjá um raunfærnimat
 • Nemendur með nám úr erlendum skólum þurfa að skila inn námsferli frá viðkomandi skóla á ensku
 • Starfsreynsla nemenda er metin í samræmi við inntökuskilyrði og eru þessir áfangar metnir:
  • Starfsþjálfun á vinnustað fyrir matsveina: SÞMS1SM25 og SÞMS2SM25
  • Verkleg þjálfun matsveina: VÞMS1MS05 og VÞMS2MS05
 • Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrra nám og metna áfanga á Innu og is

Fyrirkomulag náms:

Námið er skipulagt sem tveggja anna nám en nemendur geta tekið það á þeim hraða sem þau óska og ef áfangar eru í boði. Hægt er að stunda námið samhliða vinnu.

Áfangar eru kenndir í fjarnámi eða í lotubundnu fjarnámi:

 • Fjarnám fer fram í námskerfinu Moodle. Þar setur kennari inn námsefni, verkefni og annað sem tengist námi í áfanganum. Öll kennsla fer fram á Teams samkvæmt stundatöflu frá kl. 17.00 á daginn. Fjarnámsáfangar eru merktir með einni stjörnu *
 • Í lotubundnu fjarnámi mæta nemendur í staðlotur og vinna auk þess verkefni í fjarnámi sem sett eru inn á Moodle. Staðlotur eru frá föstudegi til sunnudags. Upplýsingar um staðlotur er að finna í dagatali námsins.
 • Skyldumæting er í staðlotur. Lotubundnir fjarnámsáfangar eru merktir með tveimur stjörnum**

 

Uppbygging náms eftir önnum

Námsgrein

Haust 2023

Vor 2024

Aðferðafræði í matreiðslu

AFMA1MT04*

AFMA2MA04*

Þjóna til borðs

ÞTBFÞT05**

 

Innra eftirlit og matvælaöryggi

IEMÖ1GÆ02*

 

Hráefnisfræði matreiðslu

 

HEMF2HF03*

Örverufræði

 

ÖRVR2HR02*

Matreiðsla

MATR1MG10**

MATR2MA10**

Matseðlafræði

 

MASF2MF02*

Matur og menning

 

MOME2MM02*

Nám og tölvur

NÁTÖ1UT03*/**

 

Næringarfræði grunnur

 

NÆRG2FV05*

Soð, sósur og eftirréttir, súpur

SSSE2GS04*

 

Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi

TFAS1ÖU02*

 

Öryggismál og skyndihjáp

 

ÖRSK1ÖR02*/**

* Fjarnám

** Staðlotur

Búnaður

 • Fartölvur: Nemendur þurfa að hafa aðgang að fartölvu sem þau mæta með í staðlotur og nettengingu til að geta mætt í tíma á Teams
 • Vinnufatnaður: Nemendur þurfa að koma með eigin vinnufatnað í verklega matreiðslu
 • Rafræn skilríki: Nemendur þurfa að hafa aðgang að rafrænum skilríkum í símanum sínum

Kostnaður

 • Námið kostar kr. 65.800, þar af kr. 6000 innritunargjald.
 • Eftir skráningu er innritunargjaldið ekki endurgreitt þó nemi hætti við nám, sbr. reglugerð 614/2009
 • Eftir fyrstu kennsluviku eru önnur skólagjöld ekki endurgreidd

Mikilvæg atriði

 • Nemendur þurfa að skipuleggja náms sitt og tíma út frá staðlotum
 • Nemendur sem búa á landsbyggðinni þurfa að gera ráðstafanir varðandi ferðir og gistingu
 • Námið er styrkt af verkalýðsfélögum og eru nemendur hvattir til að sækja um styrk
 • Margir vinnustaðir veita námsleyfi á launum og þurfa nemendur að kanna það sérstaklega
Síðast uppfært 11. ágúst 2023