Möguleikar til framhaldsnáms

Möguleikar til framhaldsnáms

Með breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 var inntökuviðmiðum breytt og lokapróf frá framhaldsskóla af þriðja hæfniþrepi gert jafngilt stúdentsprófi.

Það þýðir með öðrum orðum að nemendur sem hafa lokið námi í viðurkenndum iðngreinum eins og bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu, þurfa ekki að bæta við sig námi til stúdentsprófs ef þau stefna á frekara nám á háskólastigi í framtíðinni.

Það stendur þó eftir óbreytt að háskólar geta gert ítarkröfur um undirbúning vegna náms í tilteknum greinum eða lagt fyrir umsækjendur inntökupróf eða jafnvel samkeppnispróf við lok fyrstu námsannar.

Sem dæmi má nefna að Háskóli Íslands mælir sterklega með að minnsta kosti 40 einingum í stærðfræði og 50 einingum í náttúrufræðigreinum sem undirbúning fyrir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild.

Til að hefja nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri er ekki gerð krafa um annað en lokapróf úr framhaldsskóla (þar með talið lokapróf í iðngrein) en við lok fyrstu annar eru samkeppnispróf þar sem tiltekinn fjöldi hæstu nemenda fá að halda áfram námi.

Allir geta skráð sig í inntökupróf í læknisfræði þar sem einungis tiltekinn fjöldi hæstu einkunna kemst áfram.

Því gildir hér eftir sem hingað til að nemendur ættu að kynna sér vandlega inntökuskilyrði vegna grunnnáms í háskólum Íslands og hafa það í huga í sínu námi.

Aðgangsviðmið háskólanna 

Mikilvægustu áhrif þessarar lagabreytingar er engu að síður þau að allir sem hafa lokið viðurkenndri iðnmenntun (af þriðja námsþrepi) sitja við sama borð og þeir sem hafa lokið stúdentsprófi þegar kemur að möguleikum til framhaldsnáms.

Það er eftir sem áður boðið upp á viðbótarnám til stúdentsprófs í MK

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Náminu er stillt upp sem 55 eininga námi en mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla. Mikilvægt er að nemendur kynni sér vandlega þau inntökuskilyrði sem gilda, hvort sem um er að ræða háskóla innanlands eða utan.

Heiti fags (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu

Nemendur velja sér einn fimm eininga áfanga í raungreinum eða samfélagsgreinum.

Inntökuskilyrði

Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Nemandi þarf að hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í ensku, erlendu tungumáli, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áföngum í þessum greinum.

Skipulag

Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nemendur af iðnnámsbrautum þurfa að lágmarki að taka til að ljúka stúdentsprófi að loknu iðnnámi. Nemandi getur tekið áfangana jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar iðnnámi lýkur hyggi hann á áframhaldandi nám.

Síðast uppfært 08. mars 2024