Meistaranám í matvælagreinum

Iðnmeistaranám

Iðnmeistarar gegna ólíkum störfum og hlutverkum í matvælafyrirtækjum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í litlu iðnfyrirtæki er meistarinn allt í senn; atvinnurekandi, stjórnandi, faglegur leiðtogi og kennari eða leiðbeinandi. Í stærri fyrirtækjum er oftast um að ræða hreinni verkaskiptingu þar sem meistarar gegna aðallega stjórnunarstörfum, faglegri umsjón og leiðsögn til nemenda og starfsmanna. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á að miðla handverki sínu til nemandans og er endanleg ábyrgð á námi nemandans á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi stjórnun, rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti í rekstri fyrirtækisins ásamt því að annast kennslu í iðngrein sinni.

Innritun í námið stendur yfir núna. Henni lýkur 31. mars 2024

Sækja um meistaranámið hér

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á brautinni þarf nemandi hafi lokið iðnnámi og sveinsprófi í matvælagrein þ.e. bakstri, framreiðslu, kjötiðn og/eða matreiðslu. Nemendur þurfa að hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli.

Skipulag námsins

Námið tekur tvær annir og fer kennsla fram í dreifnámi með staðbundum lotum. Námsbrautin er á fjórða þrepi. Nemendur sækja námið eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi sem gefið er út við upphaf kennslu á haustönn.

 Áfangar sem kenndir eru:

Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:

 • stofna fyrirtæki bæði út frá fjárhagslegum og lögformlegum atriðum/áherslum.
 • starfa skv. lögum og reglugerðum er snúa að matvælafyrirtækjum.
 • þekkja rekstrarumhverfi á Íslandi og tengingu þess við faggrein sína.
 • fást við stjórnun í matvælafyrirtæki s.s. markmið, starfsmannahald, skipulag, fjármál, bókhald og marksðamál.
 • greina markaðsaðstæður í grein sinni og útbúa makaðáætlanir af kunnáttusemi.
 • beita mismunandi stjórnunarstílum og þeim stjórnunaháttum sem mest eru viðhafðir í dag við rekstur matvælafyrirtækja.
 • gera átælanir byggðar á markmiðum fyrirtækisins og hvernig markmiðum er náð með áætlunum og eftirliti.
 • teikna skipurit fyrir matvælafyritæki og að skilja mikilvægi þeirra við stjórnun í fyrirtækjum.
 • hafa skilning á gæðastjórnun ISO og innra eftirlit í matvælagreinum HACCP.
 • beita framlegðarútreikningum og sölufræði við innkaup á vörum matvælafyrirtækisins. Geta stjórnað fjárhagslegum og markaðslegum þáttum með réttu bókhaldi við stjórn og rekstur fyrirtækisins skipuleggja þjálfun starfsfólks í sinni iðngrein. Annast um skiplagningu náms og þjálfun.
 • nemenda í grein sinni eftir þeim lögum, reglugerðum og námskröfum sem gerðar eru hverju sinni. Hann getur einnig metið námsþarfir nemenda og starfsfólks og valið réttar viðeigandi aðferðir við leiðsögn. Hann getur gert heilstæða námsáætlun fyrir nemanda með tilliti til vinnustaðaþjálfunnar og skv. þeim viðmiðum sem koma fram í Aðalnámskrá.

Réttur til að endurtaka áfanga

 • Ef nemandi fellur í einum áfanga á önninni hefur hann rétt á endurtöku áfangans.
 • Ef nemandi fellur í fleiri en einum áfanga á önninni fellur þessi réttur niður.
 • Ef nemandi kýs að endurtaka áfanga þarf endurtekt að fara fram á þeirri önn sem hann sat áfangann.
 • Endurtekt fer eftir gjaldskrá hverju sinni.
Síðast uppfært 23. febrúar 2024