Iðnmeistarar gegna ólíkum störfum og hlutverkum í matvælafyrirtækjum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í litlu iðnfyrirtæki er meistarinn allt í senn; atvinnurekandi, stjórnandi, faglegur leiðtogi og kennari eða leiðbeinandi. Í stærri fyrirtækjum er oftast um að ræða hreinni verkaskiptingu þar sem meistarar gegna aðallega stjórnunarstörfum, faglegri umsjón og leiðsögn til nemenda og starfsmanna. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á að miðla handverki sínu til nemandans og er endanleg ábyrgð á námi nemandans á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi stjórnun, rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti í rekstri fyrirtækisins ásamt því að annast kennslu í iðngrein sinni.
Innritun í námið fer fram 14. mars - 26. maí 2025. Umsóknum verður svarað eigið síðar en 30. júní 2025. Hægt er að fylgjast með afgreiðslu umsókna inn á umsóknarsíðunni. Til að hefja nám í Meistaraskólanum þarf að skila inn afriti af sveinsbréfi. Sjá hnapp hér að neðan.
Umsóknarsíða fyrir meistaranám
Afrit af sveinsbréfi skilað hér
Til að hefja nám á brautinni þarf nemandi hafi lokið iðnnámi og sveinsprófi í matvælagrein þ.e. bakstri, framreiðslu, kjötiðn, kökugerð og/eða matreiðslu. Nemendur þurfa að hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli.
Fjöldatakmarkanir eru í námið og komi til þess að velja þurfi á milli umsækjenda ganga þeir fyrir sem hafa lengstan starfsaldur undir handleiðslu meistara í faginu. Einnig er horft til þess að innrita nemendur úr öllum matvælagreinunum.
Námið tekur tvær annir og fer kennsla fram í dreifnámi með staðbundum lotum. Námsbrautin er á fjórða þrepi. Nemendur sækja námið eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi sem gefið er út við upphaf kennslu á haustönn.
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að: