Starfsbraut einhverfra

Starfsbraut fyrir einhverfa nemendur var stofnuð við Menntaskólann í Kópavogi haustið 1999.

Námsumhverfi nemenda brautarinnar er skipulagt eftir TEACCH aðferðafræðinni en það stendur fyrir Treatment and Education of Autistic and related Communication handicapped Children, sem hefur verið þýtt á íslensku sem meðferð og menntun fyrir einstaklinga og aðra með einhverfu og skyldar þroskaraskanir.

Námið á brautinni er einstaklingsmiðað. Hver nemandi er með sína einstaklingsnámskrá. Einstaklingsmarkmið eru endurskoðuð a.m.k. einu sinni á önn.

Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda.

Markmið náms og kennslu á starfsbraut eru

  • að stuðla að alhliða þroska nemandans
  • að veita nemendum einstaklingsmiðuð námstækifæri
  • að auka sjálfstraust, sjálfstæði og samskiptahæfni
  • að veita nemendum reynslu, þekkingu og færni sem nýtist þeim í daglegu lífi

 

Námsgreinar sem kenndar eru á brautinni eru

  • íslenska
  • stærðfræði
  • tölvur
  • lífsleikni
  • heimilisfræði
  • íþróttir.

 

Á þriðja- og fjórða ári fara nemendur einnig í starfsþjálfun. Að auki er lögð áhersla á að kenna nemendum félagsfærni.

Starfsbrautin starfar eftir skóladagatali Menntaskólans í Kópavogi. 

Síðast uppfært 30. janúar 2019