Íþróttir

Menntaskólinn í Kópavogi er í samstarfi við Sporthúsið um alhliða hreyfingu og heilsurækt fyrir nemendur. Þar sem Sporthúsið er lokað vegna Covid geta nemendur skráð sig í útiíþróttir í staðinn.

Stundi nemandi íþróttir undir stjórn þjálfara getur hann fengið þá ástundun metna. Skila þarf inn áætlun við upphaf annar og staðfestingu undirritaða af þjálfara við lok annar. 

Nemendur sem hafa stundað líkamsrækt annars staðar en í Sporthúsinu, og skiluðu áætlunarblaði um það í upphafi annar, geta sent yfirlit frá sinni líkamsræktarstöð þar sem fjöldi mætinga kemur fram. Nemendur geta skilað þessu öllu rafrænt á eftirfarandi netfang: thjalfun@mk.is

Lokadagur til að senda inn hreyfingu í útiíþróttum eða þjálfun er 7. desember. Nemendur þurfa að hafa mætt að lágmarki 20 sinnum til að ná íþróttaáföngum.

Áætlun vegna íþrótta á haustönn

Staðfesting vegna íþrótta á haustönn

Áætlun vegna íþrótta á vorönn

Staðfesting vegna íþrótta á vorönn.

Síðast uppfært 19. nóvember 2020