Íþróttir

Íþróttir í MK – Skipulag haustannar 2021

Nemendur sem eru skráðir í íþróttir ÍÞRÓ1AA01 fá aðgang að Sporthúsinu og stunda sína hreyfingu þar.

Til að standast íþróttir þarf á þessari önn að ná að lágmarki 23 skiptum á tímabilinu 1. september til 3. desember. Eftir það er ekki hægt að skila inn mætingum fyrir íþróttir.

Ekki er hægt að fá fleiri en 2 einingar fyrir íþróttir á hverri önn.

Nýnemar, eða eldri nemendur sem eru að mæta í fyrsta skiptið í Sporthúsið, þurfa að senda tölvupóst á Inga í Sporthúsinu ingi@sporthusid.is og bóka tíma hjá honum áður en þeir mæta í fyrsta skiptið. Í þessum fyrsta tíma leiðbeinir Ingi nemendum með alla þjálfun og aðstöðu í Sporthúsinu.

Ef þið stundið íþróttir undir stjórn þjálfara hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ, eða á öðrum líkamsræktarstöðvum en Sporthúsinu, getið þið sótt um að fá annan íþróttaáfanga metinn sem heitir ÍÞRÓ1AA01ÞJ.

Skila þarf áætlun undirritaðri af þjálfara og með stimpli íþróttafélags vegna þessarar íþróttaiðkunnar til skrifstofunnar í síðasta lagi 2. september.  

Þið finnið þessa áætlun á heimasíðu MK undir Íþróttir:

https://www.mk.is/is/nemendur/um-namid/ithrottir

Hægt er að skila þessari áætlun rafrænt á skrifstofuna á netfangið: thjalfun@mk.is eða koma með blaðið á skrifstofuna.

Nemendur á afrekssviðinu eru ekki skráðir í hefðbundna íþróttaáfanga skólans.

Ef þið eigið eftir að skrá ykkur í íþróttir, eða viljið breyta skráningu íþrótta, þarf það að gerast í síðasta lagi 26. ágúst.

Verið dugleg að hreyfa ykkur í vetur

Áætlun vegna íþrótta haust

Staðfesting vegna íþrótta haust

Síðast uppfært 17. ágúst 2021